Strákavernd

Hugmyndir manna hér vestra um jafnrétti kynjanna er á köflum aðeins ólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast.  Ég hef t.d. nokkrum sinnum orðið vitni af því að menn hálfpartinn í gríni vorkenna vini mínum hér úti sem á von á dóttur eftir 2 mánuði, með orðunum að þetta komi bara næst.  Aðeins meira en á Íslandi er látið í það skína að betra sé að eignast strák en stelpu.

Einnig hef ég nokkrum sinnum heyrt sagt að þeir sem eigi dætur þurfi einnig að eignast amk einn son svo að hann geti varið systur sínar.  Fyrir hverju veit ég ekki alveg enn.  Mér hefur íslenskum konum yfirleitt ganga ágætlega að verja sig sjálfar.

Eftir að hafa horft með dótturinni á Línu Langsokk, sem hún fékk í jólagjöf, er ég farinn að hallast á því að þessi merkilega barnasaga hafi haft meiri áhrif á norrænar konur en margir gera sér grein fyrir.  Ekkert er sjálfsagt að konur alist upp við þá fyrirmynd að stelpa geti verið sterk og sjálfstæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Sannarlega er þetta til á Íslandi, það virðist bara vera heldur meira áberandi hér í Bandaríkjunum að líta á syni sem æskilegri afkvæmi en dætur.  Menntunarskortur held ég að sé ekki ríkjandi í þessu viðhorfi, þeir vinir mínir sem ég vitna í hér að ofan eru allir hámenntaðir.

Líklega er vænlegast fyrir þjóðfélagið að eitthvað jafnvægi sé með kynjunum.  Vilji menn fara í dýpri pælingar á þjóðfélagsgerðum og kynjamálum er auðvelt að benda á að Bandaríkjunum í dag er stjórnað af gömlum karlskörfum, án sérstaklega mikils mótvægis kvenlegra gilda.  Ekki er hægt að segja að þjóðinni hafi farnast vel undir stjórn þessara manna.

Hjalti Már Björnsson, 15.2.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband