Spjöll

Mikið asskoti eru þeir miklir umhverfisslóðar þessir kanar.  Ég var bara nýlega að komast að því að öll verkfærin sem notuð eru til saumaskapar hér á bráðadeildinni minni er hent eftir notkun.  Vönduð stálverkfæri sem ættu að geta dugað í hundruð einfaldra aðgerða eru sett beint í ruslið.

Til upplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja þá þarf nálahaldara, skæri, æðatöng og tvær pinsettur, samtals 5 stáláhöld, til þess að vera með lágmarksbúnað til að sauma einfaldan skurð á húð.   Á hinni mjög svo sparsömu slysa- og bráðadeild LSH eru þessi áhöld þrifin eftir notkun og pakkað með pappabakka og  grisjum eftir dauðhreinsun inn tilbúin til notkunnar aftur.

Hér í Ameríku er umgengnin við verkfærin önnur, öllum verkfærum er hent beint í ruslið og svo bara keypt inn ný fyrir næsta saumaskap.  Líklega er hægt að fá ódýri starfskraft í Asíu til að búa til ný verkfæri, dauðhreinsa og pakka inn og flytja hingað en því miður eru umhverfismálin alls ekkert tekin með í reikninginn.   Sóunin á takmörkuðum náttúruauðæfum okkar jarðarbúa virðist ekki eiga sér nein takmörk hér í Ameríku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

spólum hratt áfram (allt of margt að segja um umhverfisvernd og vitund almennings) og vindum okkur beint í athyglisvert komment á heimasíðu fyrirtækis sem selur survival-kits fyrir heimsenda:

"Due to EXTREMELY high customer demand and market volatility, our order processing time for most orders is currently taking 10-18 business days to ship. Orders with food or food units will take longer. Some food items may temporarily be backordered. Thanks for your patience!"

http://www.nitro-pak.com/

(kommentið þeirra var sett inn í gær 30/4) 

Er ekki allt að fara til fjandans

Davíð (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Ja, ef við skoðum málið frá annarri hlið þá verja tugþúsundir Íslendinga fjármunum vikulega til að taka þátt í lottóinu, þrátt fyrir að líkur á vinningi séu ekki nema einn á móti einhverjum hundruðum þúsunda.  Ekki það að ég vilji vera svartsýnn heimsendaspámaður, en því miður eru líkur á alvarlegum atburði á næstu árin eða áratugina amk mun meiri en að vinna í lottóinu.

Til eru þó menn sem benda á að skv flestum náttúru- og vistkerfismælikvörðum sé bara hreinlega allt að fara til fjandans.

Hjalti Már Björnsson, 5.5.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband