Skrambans spítalalöggan

Hér úti vinn ég á bráðadeildum á þremur mismunandi spítölum og þegar ég mætti til vinnu í gær var mér strax tilkynnt að kaffibrúsinn minn yrði að hverfa, JCAHO væri mætt á svæðið.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru starfsleyfi sjúkrahúsa hér bundin því að þau standist fyrirvaralaust gæðaeftirlit óháðrar sjálfseignarstofnunar.  Þetta taka sjúkrahúsin öll mjög alvarlega og sífellt er verið að sinna innra eftirliti með skráningu, hraða og nákvæmni þjónustunnar, handþvotti starfsfólks og hvernig reglugerðum er fylgt eftir í smáatriðum. 

Þetta kerfi er í heild frábært og tryggir örugglega bætta þjónustu.  Ég þykist vita að bæta megi margt með svipuðum hætti á blessuðum Landspítalanum á Íslandi, þar er vart hægt að tala um að nokkur óháður aðili fylgist með gæðum þjónustunnar.

Aginn hér úti er hins vegar það mikill dags daglega að þegar spítalalöggurnar mæta í heimsókn breytist afar fátt, nema yfirmenn verða fanatískir á að verið sé með matvæli á almennum vinnustöðvum starfsfólks.  Því má ekki einu sinni sitja með lokaðan kaffifant við tölvuna og ég þurfti að byrja daginn kaffilaust.

Það sem á mann er lagt í lífinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get svosum skilið að það sé ekki huggulegt að menn séu að maula rækjusamloku meðan þeir sauma saman gat á haus, en er að örðu leyti eitthvert vit í þessum reglum?

Kristján Valur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Eru þetta ekki hrein og klár brot á mannréttindum, að fá ekki að drekka sitt kaffi á morgnana?  

Magnús Björnsson, 19.2.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Reglurnar eru almennt góðar, t.d. að þvo skuli hendur í 15 sek fyrir og eftir að sjúklingur er skoðaður. Þetta hefur margt oft verið sýnt fram á að fækka spítalasýkingum og bjarga mannslífum.

Ef skoðaðir eru upp í 20 sjúklingar á dag og sumir þeirra oftar en einu sinni verða og krafa um þvo hendurnar amk 40 sinnum á dag til þess að lítið er eftir af húð á höndum margra. Ákvæðið um að jafn vel þó hanskar hafi verið notaðir og sjúklingur í raun aldrei snertur skuli samt þvo hendurnar í 15 sek með sótthreinsandi sápu dálítið langt gengnar, en þeir framfylgja þessu af hörku. Hvenær sem er getur verið að einhver standi í bakgrunninum og fylgist með.

Þetta með kaffibollann er meira táknrænt, skilaboð til starfsfólks að fyrst þú kemst ekki einu sinni upp með kaffibollann, þá er augljóst að öllum hinum reglunum verði að fylgja.

Hjalti Már Björnsson, 19.2.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Magnús Björnsson

Úff, ég get vel skilið að húðin sé farin að þynnast við allt þetta skrúbb...

Ég sé þetta líka alveg fyrir, á meðan sumir fela sótthreinsandi drykki ofan í skúffu þá eru aðrir sem fela kaffifantinn á sama hátt

Magnús Björnsson, 20.2.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband