Heimdallur

Í léttu kasti af Íslandsfíkn sem helltist yfir mig hér úti, líkt og kemur víst fyrir flesta Íslendinga í útlöndum, fór ég að glugga í norrænar goðasögur.   Þar rakst ég á að í Eddukvæðinu Rígsþulu er  meðal annars fjallað þegar Heimdallur, sonur Óðins, var á ferðalagi á sjávarströndu sem nefndist Rígur.  Kom hann til þriggja hjóna, Föður og Móður, Afa og Ömmu og Áa og Eddu og gisti hann hjá þeim öllum. 

Eitthvað hefur gengið á í heimsókninni því níu mánuðum eftir þá heimsókn ólu allar konurnar syni, Edda ól Þræl sem varð forfaðir þræla, Amma eignaðist Karl sem varð forfaðir bænda og sonur Móður var Jarl sem allir jarlar eru komnir af.  Yngsti sonur Jarls hét Konur ungur og af honum eru konungar komnir.  Því er það samkvæmt norrænni goðafræði að Heimdallur ber ábyrgð á stéttaskiptingu í samfélagi manna.  

Við upphaf vega var þetta sem sagt framlag Heimdalls til samfélags manna.  Virðist ekki svo ólíkt stefnuskrár núverandi Heimdalls.


Leifur Eiríksson nútímans

virðist vera á nokkuð annarri línu en sá sem uppi var fyrir 1000 árum.  Heimildir virðast amk ekki benda til þess að Leifur Eiríksson landkönnuðurinn hafi verið mikið fyrir klæðskiptingafílapóló.

Sjúklingur er 18 mánaða...

... og einstaka sinnum er aðeins tekið eftir því að hann hreyfir augun örlítið.  Aðrar hreyfingar hafa ekki sést í hálft ár. 

Það sem hann hrjáir er er óskilgreindur ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómur sem veldur því að allar hreyfingar eru lamaðar nema örlitlar augnhreyfingar og ástandið hefur stöðugt farið versnandi frá því að hann var hálfs árs gamall.  

Samt er hann á lífi.  Gerð hefur verið aðgerð þannig að honum er gefin næring beint í magan og eftir barkaskurð er hann tengdur við öndunarvél sem haldið hefur í honum lífi síðasta hálfa árið.  Hann fær heimahjúkrun í 16 klst á sólarhring alla daga en þrátt fyrir það þarf hann að koma á sjúkrahús um mánaðarlega, yfirleitt vegna lungnasýkinga.

Hrörnunarsjúkdómar barna sem þessi eru afar sjaldgæfir en batahorfur eru því miður engar, algerlega er ljóst að hann mun aldrei ná heilsu þar sem þegar hefur orðið óafturkræfur skaði á miðtaugakerfinu.

Líklega getur enginn né vill setja sig í spor þeirra foreldra sem eiga börn í þessu ástandi, en hér vestanhafs er gengið mun lengra til að framlengja lífinu en almennt tíðkast á Íslandi.  Vel þekkist að börnum sem fæðast með alvarlega heilaskaða sé haldið lifandi á öndunarvél og jafn vel með hjarta- og lungnavél í einhvern tíma eftir að líkami þeirra er í raun búinn að gefast upp.  Allir vita að engin von er um bata en dauðanum er frestað eins og tæknilega er hægt að gera.  Á sama tíma er 7. hvert barn í þessu landi án sjúkratrygginga og fær því litla sem enga grunnheilbrigðisþjónustu. 

Enginn efast um rétt foreldra til að fara fram á að öll meðferð sé veitt sem tæknilega er hægt að gera og að sjálfsögðu virða allir þeirra óskir og veita barninu vandaða meðferð.  Hér er þó að mínu mati farið langt yfir það sem viðeigandi er að gera.  Þegar upp er staðið erum við mannfólkið hluti náttúrunnar og því kemur sá tími að við verðum að beygja okkur undir náttúrulögmálin, hversu erfitt sem það kann að vera. 


Munurinn á mönnum...

... og dýrum er minni en margir halda.

 

 

 


Horfa svo


Sjúklingur er 4 ára drengur

Nú er hann með sýkingu á fótum sem nokkuð auðvelt ætti að vera að lækna.

Fyrir tveimur árum var hann í heldur verri stöðu þegar barnaverndaryfirvöld fundu hann liggjandi í eigin saur og ælu eftir að móðir hans hafði yfirgefið hann einhverjum dögum fyrr.  Eldri bróðirinn, 8 ára gamall, hafði reynt að halda heimilinu gangandi en ekki alveg náð að halda því á réttum kili.

Ef til vill hefði hann getað sinnt smábarninu betur ef hann hefði ekki haft alls 6 yngri systkin til að annast.  Nú hefur drengurinn sem betur fer verið ættleiddur til að því er virtist ágætrar móður.

Allt er stærst og mest í Ameríku, líka félagslegu vandamálin.   


Bandaríkin urðu gjaldþrota árið 1971...

... og nú er líklega að koma að skuldadögum.  Ekki er ég hagfræðingur með sérþekkingu á málefninu, en miðað við hversu margar og sammála greinar eru að fljóta um netheima og í blöðum um málið er ég farinn að trúa því að Bandaríkin séu að sigla inn í alvarlega kreppu.

Ein skýrasta samantektin á þessum pælingum er hér.   Mæli með því að verja 5 mín að lesa greinina.

 


Hvaðahvorukyn?

Ég hef áður bent á áhugaverða síðu um fyrstu meðgöngu karlmanns, sem reyndar er afar vel gerður netgjörningur.

Nú er hins vegar svipuð staða komin upp í raunveruleikanum.   THOMAS_BEATIE


Hjónabandshúmor

Fyrst þetta myndband:

 

 

Svo svar eiginmannsins hér:

Vatnsmýrin

Mér gafst loks stund til að líta yfir tillögurnar að byggð í Vatnsmýrinni.  Þetta lítur svo sem alveg þokkalega út en ég get ekki sagt að ég hafi verið sérstaklega hrifinn.   Allt virðist þetta vera full tuttugustu aldar hefðbundið en ekki nærri nógu spennandi.

Ég hefði viljað sjá eitthvað meira í þessa átt: 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband