Ameríka og Ísland

Það var sérstakur dagur í vinnunni í dag.  Framan af var lítið sem ekkert að gera, enda allir með lífsmarki að fylgjast með innsetningu Obama.  Meira að segja annasöm bráðadeildin hætti nánast allir virkni rétt á meðan innsetningin fór fram og Obama flutti sína snilldar ræðu.

Fólk hrópaði og klappaði, táraðist og gladdist því að sjá á bak spillingunni og eygja von um betri tíð.  Ræðan var líka raunsæ um hörmulega stöðu þjóðarinnar en það var áþreifanlegt að sjá hvernig mál Obama náði að hrífa með sér bráðadeildarstarfsfólkið, sem öðrum fremur kemst í snertingu við skuggahliðar þjóðfélagsins.  Fram er kominn leiðtogi með skýra framtíðarsýn og hæfileika til að sameina kraftana og byggja upp von.

Heldur ólíkt hefur verið baukað á Íslandi í dag, slagsmál, brennur og brotnar rúður.  Þær syndir sem sjálfstæðisflokkurinn og aðrar spilltar valdaklíkur hafa drýgt á Íslensku þjóðinni eru bara svo yfirgengilegar að þetta á eftir að verða enn verra.  Nákvæmlega engar nothæfar aðgerðir sjást, enginn er ábyrgur á þúsund milljarða klúðri og þingmenn sitja sem fastast að ræða áfengi í matvörubúðum.  Friðsamleg mótmæli hafa engu skilað því nákvæmlega ekkert er hlustað.

Það eina jákvæða í dag er að rifja upp árið 2004, þegar bandaríkin voru búin að hafa versta forseta sögunnar í 4 ár og hann þegar búinn að valda gríðarlegu tjóni en apinn var samt kosinn aftur.   Margir voru þá farnir að örvænta um að skynsemin myndi aftur ná völdum.  Í dag sáum við hér vestra að hægt er að breyta. 

Næst þarf bara almennilega úthreinsun á Íslandi.  Þar sem margt þar gerist í takt við það sem gerist í BNA gerist það eflaust fljótlega.  Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig Obama tekur á augljósum stórglæpum Bush, Cheney og Rumsfeld sem hafa stundað ólöglegar pyntingar.   Ef sú stund kemur að þeir verði sóttir til saka spái ég því að það sama muni einnig gerast með Davíð og Halldór, fyrir að hafa framið landráð og dregið íslendinga með ólögmætum hætti í stríð.

Ef það væri nú bara eina vandamálið sem við sætum uppi með eftir valdatíð Davíðs.

 


Fátt er nýtt undir sólinni

"Owners of capital will stimulate working class to buy more and more
of expensive goods, houses and technology, pushing them to take more
and more expensive credits, until their debt becomes unbearable.
The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be
nationalized, and State will have to take the road which will
eventually lead to communism."

Karl Marx - Das Kapital 1867


Bloggleti


Chance
Uploaded by titounetsan

Er það bara ég sem er orðinn gamall?

Ég á gamlar gallabuxur sem eru farnar að verða nokkuð slitnar og mér fannst komi tími á að endurnýja.  Í rölti um bæjarkringluna hér úti var svo sem nóg til af nýjum gallabuxum, en eiginlega allar voru þær meira slitnar en þær sem ég hef gengið mikið í fjögur ár.

Það vantar alla nýtni í þetta unga fólk í dag.


Óheppnasti skíðamaður ársins...

... þurfti víst að dingla þarna í 7 mínútur en slapp án líkamlegra áverka.ski

 http://www.thesmokinggun.com/archive/years/2009/0106091vail1.html


Dansið nú um áramótin


Gleðileg jól


Álit bandaríkjamanna...

... á núverandi forseta sínum.

 


Drepa skólar sköpunagáfuna?

Ég hef áður minnst á snilldarbrunninn ted.com þar sem ég hef varið þó nokkrum frístundum undanfarið.

 

 


Móðgun við Bush

Ekki get ég sagt að ég hafi samúð með Bush fyrir að hafa orðið fyrir skóárás.  Margt verra ætti sá maður skilið.

Hér er yfirlit um hvernig hægt er að lítilsvirða mannin í hinum ýmsu heimshlutum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband