Hin þrjú markmið neyslunnar

Ég hef verið nokkuð hugsandi yfir neyslumunstri manna nú undanfarið.  Í raun er ég farinn að hallast að því að neyslu fólks og hegðun sé með nokkurri einföldun hægt að skipa í þrennt eftir markmiðum.

Frumstæðar nýríkar þjóðir, líkt og Bandaríkjamenn og Íslendingar, reyna sífellt að hámarka neysluna.  Magnið er markmiðið.  Bíllinn/matarskammturinn/sjónvarpið/húsið - því stærra því betra.

Hjá rótgrónum menningarþjóðum, líkt og hjá Dönum, Frökkum og Japönum, snýst allt um gæðin en ekki magnið.  Til dæmis eru matarskammtar í Frakklandi og Japan eru frægir fyrir að vera litlir, en öll áhersla lögð á að hafa útlit og bragð fullkomið.  Japanskir garðar geta verið örlitlir, en fullkomnir í fegurð sem er afrakstur áratuga natni og mikillar vinnu.

Nú virðist vera komin fram ný manngerð sem leggur áherslu allt annað hvað neysluna varðar.    Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og það er ekkert sem réttlætir að ríkur einstaklingur noti meira af þeim en fátækur.   Í hagkerfi náttúrunnar gilda ekki peningar og þó einhver eigi milljarða af krónum réttlætir það ekki að verja þeim öllum í mengandi athafnir.  

Hinn nýi maður leggur sig fram um að valda með lífi sínu sem minnstu umhverfistjóni.  Markmiðið er að nota eingöngu endurnýjanlegar auðlindir þannig að varanlegt jafnvægi náttúrunnar raskist ekki.  

Það besta við að gerast umhverfissinni nú á krepputímum er að sá lífsstíll sparar óhemju fé.  Með því að slökkva ljósin, keyra og fljúga minna, endurnýta frekar en henda og kaupa nýtt sparast peningur.

Sem dæmi um þetta má nefna að tvisvar hef ég flutt inn í íbúðir þar sem orkureikningar byggðust fyrsta árið á áætlun miðað við notkun fyrri eigenda.  Í fyrra skiptið var ég reyndar lítið heima við á því ári, en þá fékk ég endurgreiddar frá orkuveitunni 70.000 kr, í síðara skiptið var endurgreiðslan 30.000 þegar loksins var lesið af mælunum.  Ef það sama er gert með föt, matvæli og raftæki verða heildarfjárhæðirnar miklar.

 


Sjúklingur er...

... um 190 cm að hæð.  Þrekinn og svartur.  Á sínum yngri árum var hann atvinnuboxari og enn er hann augljóslega nautsterkur þó kominn sé á fimmtugsaldurinn.

Lífið hans gekk bærilega þangað til upp úr tvítugu þegar raddirnar fóru að verða of háværar.  Smám saman urðu ofskynjanir og ranghugmyndir allsráðandi og hann reyndi að flýja í róandi lyf og áfengi til að dempa sálarlífið þar sem hann hafði engan aðgang að læknisþjónustu.  Á endanum rankaði hann við sig eftir að hafa drepið unga konu í ölæði. 

Hann sagði lífið í fangelsi hafa verið erfitt.  Hann hafi sífellt verið að reyna að verja sig en 5 sinnum verið illa barinn, margbrotinn og hver einasta tönn sem eftir var frá hnefaleikaferlinum hafði verið kýld úr.  Það góða við fangelsið var þó að hann fékk alltaf lyf til að halda ofskynjunum í skefjum.

Nú var honum sleppt út fyrir hálfu ári síðan eftir 18 ár í fangelsi.  Í fyrstu hafði allt gengið sæmilega, en vegna peningaleysis hafði nú verið skrúfað fyrir vatn og rafmagn í íbúðinni hans.  Vinstra hnéð var löngu ónýtt af slitgigt og lítur hörmulega út á röntgenmynd en enginn hefur fengist til þess að gera aðgerð á honum og því má hann búa við stöðuga verki.   Í vandræðum sínum hafði hann fengið að gista hjá barnsmóður sinni en hún er virkur alki þannig að þar leið honum ekki vel.  Nú þegar hún var farin að draga heim menn í krakk neyslu lét hann sig hverfa þar sem hann vildi ekki vera nálægt slíku fólki. 

Þessu til viðbótar voru lyfin hans búinn og enginn læknir hafði fengist til að sjá hann og endurnýja lyfin, sem þó var það sem hann sagðist verja sínum síðustu dollurum í.  Undanfarna daga voru ofskynjanirnar farnar að koma aftur og því leitaði hann á bráðadeildina, enda orðinn hræddur við ástandið.  Hans eina ósk í lífinu virtist vera að lifa því friðsamlega enda búinn að fá meira en nóg af ruglinu.

Eftir að hafa horft á óteljandi kvikmyndir með mögnuðum illmennum er ég eiginlega alltaf jafn hissa á því hversu sjaldan raunverulega er rekist á einstaklinga sem í raun eru illir í eðli sínu.  Eftir læknisstörf í rúman áratug get ég varla sagt að ég hafi nokkurn tíma kynnst hreinræktuðu illmenni, ef rætt er við einstaklinginn í trúnaði án fordóma og einfaldlega lagt sig eftir því að heyra söguna eru meint illmennin nánast alltaf ógæfusamir einstaklingar sem hafa alist upp við ofbeldi, vanrækslu eða mistnoktun eða illa hanldnir af sjúkdómum. Það má vera að einstaklingurinn hafi orðið fyrir svo miklum skaða eða að hann sé svo veikur að honum sé ekki viðbjargandi og þurfi að loka inni, en nánast allir vilja bara lifa venjulegu lífi og geta það líklegast ef þeir fá smá stuðning til.  Eflaust eru þau til, en ég hef enn ekki kynnst barni sem er fætt illmenni. 

Nú er ofangreindur geðveikur morðingi og atvinnubardagamaður eflaust fullkomið efni í bíómyndaillmenni í huga einhvers, en sá einstaklingur sem ég ræddi við var einstaklega kurteis og auðmjúkur, í mínum huga var hann fyrst og fremst illa veikur ógæfumaður.  Vissulega eru fjölmargar öryggisreglur sem hafa þarf í huga við að umgangast svona einstaklinga á bráðadeild og ekki hefði ég viljað þurfa að slást við hann, en þessi maður var örugglega ekki sá hættulegasti sem komið hefur á deildina.  Það er alveg mögulegt að hann hafi verið góður leikari að gera sér upp einkenni til að fá gistingu, eins og sannarlega gerist, en þá einstaklinga finnum við venjulega með hjálp rafrænnar sjúkraskrár þar sem allar upplýsingar liggja fyrir.  Þessum manni trúi ég.

Sem betur fer tókst að sannfæra félagsmálastofnun í að setja kraft í að hjálpa manninum og hann var lagður inn á geðdeild á lyf eins og hann vildi.  Megi hann njóta friðsamlegra ævidaga.

 

 


Gítarpartítrikk aldarinnar


Nennir einhver fréttamaður að taka saman sambærilegan pistil um núverandi valdhafa Íslands

Ég vek athygli á að þessi ræða er flutt á MSNBC sem er ein af stóru venjulegu fréttamiðlunum, ekki einhverri vinstri sinnaðri smásjónvarpsstöð.

Læknisvottorð fyrir byssu

081208_palm-pistol_widecSem betur fer er líklega erfitt fyrir flesta Íslendinga að skilja innilegt samband bandaríkjamanna við byssur sínar.  Hér er hins vegar dæmi sem skýrir málið nokkuð vel.

Farið er sem sagt að framleiða byssur sem auðveldara er að nota en þær hefðbundnu, með því markmiði að gera gigtveikum og öðrum veikburða sjúklingum mögulegt að hleypa af sem ekki ráða við stífan byssugikk.

Menn upplifa þörfina fyrir að hafa byssu til að verja sig hér svo sterka að reynt var að fá FDA (matvæla-og lyfjaeftirlitið hér úti) til að skilgreina þessa byssu sem læknisfræðilegt hjálpartæki.  Markmiðið var sem sagt að fá lækna til að skrifa upp á þörf einstaklinga fyrir þetta vopn og láta þannig sjúkratryggingakerfið borga fyrir.

Sem betur fer er FDA ein af opinberum stofnunum sem enn hefur einhvern vott af skynsemi eftir 8 ára stjórnartíma Bush, þó sumar ákvarðanir stofnunarinnar hafa nokkuð augljóslega verið teknar með hagsmuni iðnaðar en ekki almennings í huga.  Því hefur FDA eiginlega bara hlegið að þessari hugmynd.

En, þessi skilgreinda þörf fyrir að eiga vopn til að verja sig er ótrúlega sterk hér úti.  Það sem fæstir skilja hins vegar eru raunverulegu tölurnar um hvaða áhrif þetta hefur, því í raun er mun líklegra að voðaskot verði á heimilinu eða að vopnið verði notað í heimilisofbeldi en að það nýtist til að reka út innbrotsþjófa.

Annað sem kom mér nokkuð á óvart þegar einn byssuöfgatrúarmaðurinn sem starfar á deildinni minn hélt fyirlestur um hin ýmsu vopn og skotsár, var að menn skilgreina líkur á því að þú getir raunverulega drepið þann sem þú ert að skjóta.  Í einfeldni minni hélt ég alltaf að ef þú ætlaðir að beita skotvopni í nauðvörn myndu menn frekar miða á fótleggi, en í huga þessara manna er alltaf miðað við hvort maðurinn sé örugglega alveg stopp, þ.e. hafi hlotið banvænan áverka og hreyfi sig ekki meir.

Megi íslenskt þjóðfélag aldrei verða svona.

 


Sannleikurinn um bandaríska bílaiðnaðinn

20081209-the-bailout-shitty-cars

Ekki bara efnahagshörmungar á Íslandi

http://news.nationalgeographic.com/news/2008/12/081205-puffins-video-wc.html

Litarmunur

nonamenoname2


Skyldulesning

Þekking á sögunni er alltaf nauðsynlegt til að skilja nútímann. 

Óvinurinn

Ég var nýlega á fyrilestri um læknisfræði sem skurðlæknir úr flughernum hélt.  Áherslan var að mestu leyti á stríðsskurðlækningar sem óneitanlega hefur farið talsvert fram í Íraksstríðinu, þar eru menn með skurðstofur rétt handan fremstu víglína til að gera snöggar lífsbjargandi aðgerðir en fljúga svo með þá slösuðu til alvöru sjúkrahúsa þar sem full meðferð er veitt.  Allt nokkuð áhugavert.

Það sem sló mig þó aðeins var að ótal sinnum notaði fyrirlesarinn orðið "the enemy".  Ég áttaði mig á því að í íslensku er okkur eiginlega ekki tamt að nota orðið óvinur, amk ekki með sama hætti og hermenn gera.  Við Íslendingar höfum eiginlega aldrei átt óvini og sú hugsun að við viljum drepa óvininn eða hann okkur er í raun vart til í íslenskri þjóðarsál. 

Eitt það heilagasta í mínum huga við Ísland hefur alltaf verið 1100 ára friðarsaga og ég mun aldrei fyrirgefa Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni að hafa formlega saurgað þessa hefð og gert þjóð að óvinum okkar.   Í öllu bullinu sem nú er að koma upp á yfirborðið á Íslandi rifjaðist þetta upp fyrir mér.

Förum nú að koma þessum öpum frá völdum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband