Lausn allra vandamála!

Kreppan er góðæri vitleysinganna.

Hér er hópur fólks bókstaflega að dansa í kringum gullkálfinn, með bænir til guðs um að hann rétti við efnahaginn.

Af því að...

   ... guð þeirra er svo hrifinn af græðgi, einni af dauðasyndunum?

   ... guð þeirra er sérstaklega hrifinn af gullkálfum?

   ... bænir eru svo líklega til að leysa vandann?

 


Einmitt

http://www.jonolafs.bifrost.is/2008/10/31/%C3%BEurfum-vi%C3%B0-flisbyltingu/

Að trúa er að afneita.

Ég hef lengi verið á því að trú í ætt við skipulögð trúarbrögð sé í raun rangnefni.  Það sem er að gerast í kolli strangtrúaðra á alls ekkert skylt við að það að trúa á eitthvað, heldur er það ekkert nema hrein og klár afneitun.  

Hinn trúaði trúir ekki bara á orð guðsins, heldur er mun meira áberandi hvernig hann afneitar gjörsamlega að nokkuð annað sé til.  Skotheld rök skipta engu, öllu er afneitað nema því sem stendur í bókINNI.  Orðið trúarbrögð eru rangnefni, réttara væri að tala um afneitunarbrögð.  Bókstafstrú er í raun skipulögð þröngsýni.

Annars var ég að koma heim af þessari ágætu mynd.  Þar kemur m.a. fram að Íslendingar eru trúlausasta þjóð jarðarinnar, mælt í því hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er á því að þróunarkenningin sé rétt en sköpunarkenningin ekki.   Enda er þróunarkenningin álíka mikil kenning og þyngdaraflskenningin og ætti frekar að flokkast með lögmálum.

Ofsatrú er skelfileg fyrir jarðarbúa og henni þarf að vinna gegn.

 

 


Davíð og W

Fyrir rúmri viku fórum við á frumsýningu sagnfræðikvikmyndarinnar W, þar sem farið er í gegnum ævi og forsetatíð fráfarandi forsetabjána Bandaríkjanna.  Myndin er frábær, bæði þegar rakinn er bakgrunnur og þroskaferill forsetans og einnig sviðsetning atburðarrásarinnar þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak.

Á þeim tíma, þegar ljóst var í hvaða átt Bush var að stefna með BNA og heimsmálin, umgekkst ég talsvert bandaríkjamann sem þekkti vel til Íslands.  Hann var svo sem fyllilega sammála mér í áliti mínu á Bush, en benti reyndar einnig á að flest það sem gagnrýna mátti varðandi stjórnarhætti Bush ætti einnig við um Davíð Oddsson.  Eftir smá umhugsun var því miður ekki hægt annað en vera sammála.  En, eins og þessi félagi minn benti á, þó margvísleg spilling þrífist í stjórnsýslunni í BNA myndi Bush þó aldrei komast upp með að skipa sjálfan sig seðlabankastjóra.

Við að horfa á myndina W rifjaðist upp einnig fyrir mér þegar Davíð fór á fund Bush árið 2004.  Er hægt að halda því fram að eðlilegt hafi verið að lýsa því yfir fyrir hönd Íslendinga hversu ánægðir þeir hafi verið með innrásina í Írak, að heimurinn sé sannarlega öruggari fyrir vikið?

PRIME MINISTER ODDSSON: Well, I just -- on this, I must say I agree with the President about Iraq. The future of Iraq is -- the future of the world is much better because of the undertaking that the United States, United Kingdom and their alliances took there. And without that done, the situation in that area of the world would be much more dangerous than it is now. There's hope now. There was no hope before.

PRESIDENT BUSH: Thank you, Mr. Prime Minister.

(Everyone sings "Happy Birthday" to the President.)

Hvenær skyldi kvikmyndin "Davíð" verða frumsýnd?


Gæludýrabúðin


NOTCOT: Banksy's Village Petstore & Charcoal Grill from Jean Aw on Vimeo.

Hvað þarf eiginlega til?

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með efnahagshamförunum á Íslandi úr fjarlægð.  Flest hefur svo sem verið sagt en eitt get ég bara alls ekki skilið.

Á Íslandi hafa ákveðnir menn farið í ólöglegt stríð í nafni þjóðar sem byggt hefur sjálfsmynd sína á því að vera friðarþjóð sem aldrei ræðst gegn öðrum þjóðum.  Ellefu hundruð ára friðarhefð var rofin án samráðs við þing eða þjóð.  Alþingi Íslands hefur nánast verið lagt niður þar sem framkvæmdavaldið ræður eiginlega öllu um hvaða lög eru afgreidd á þinginu.  Dómsvaldið er ekki einu sinni sjálfstætt þar sem dómarar eru of pólitískt skipaðir.  Náttúruauðlind var hreinlega gefin ákveðnum hópi einstaklinga á hátt sem alþjóðastofnanir hafa dæmt ólöglegan.  Þjóðin hefur á undanförnum árum fengið upplýsingar um efnahagsástandið frá greiningardeildum bankanna eftir að óháð þjóðhagsstofnun var lögð niður.  Skattheimta hefur aukist um 10%, mest allra OECD ríkja á sama tíma og því hefur verið haldið fram að skattheimta hafi í raun minnkað.  Bilið milli þjóðfélagshópa hefur magnast.  Þingmenn og ráðherrar hafa skammtað sjálfum sér óhóflegan launaauka með eftirlaunalögum. 

Það er svo sem ekki að þetta séu einu verk núverandi ráðamanna.  Enginn er alvondur og þeir hafa ennig gert marg gott,  en hvert og eitt þessara verka ætti að vera nægilega stórt klúður til þess að þeir ættu að hafa verið látnir fara úr stjórnmálum.  Enn hafa þeir samt setið við völd.

Nú hefur fjármálakerfi heillar þjóðar algerlega brætt úr sér.  Annað eins hrun hefur ekki sést á vesturlöndum áratugum saman og líklega ekki í nokkra mannsaldra.  Ljóst er að eftirlitsstofnanir ríkisins hafa brugðist á einhvern hátt, þó enginn viti í raun hver beri mesta sökina. Varað var við nákvæmlega því sem gerðist en yfirmenn þjóðarinnar hlustuðu ekki.

Góðir Íslendingar, af hverju sitja allir þessir menn enn í sínum opinberu stöðum?  Hvað þarf eiginlega til að stjórnmálamenn séu látnir sæta ábyrgð á Íslandi?  Hafi einhvern tíma verið ástæða til þess í vestrænu lýðræðisríki að fara út á göturnar og mótmæla er það núna.  Þetta snýst ekki um í hvaða stjórnmálaliði menn eru, hér er hreinlega spurning um hvort lýðræði sé í raun á Íslandi.  Að láta Geir/Davíð sitja áfram er nákvæmlega hið sama og að leyfa Welding, Sigurði Einars og Sigurjóni Árnasyni að sitja áfram yfir bönkunum og rannsaka sjálfir hvað fór úrskeiðis.  Það má ekki gerast.

Ef þeir, sem bera pólitíska ábyrgð á þeirri kollsteypu sem nú er að skerða lífskjör þjóðarinnar og steypa okkur í skuldir sem við og börn okkar þurfa að greiða, fá að sitja áfram við völd eru Íslendingar aumingjar. 

Það er ekkert flóknara en það. 

  

 


Verðugt verkefni fyrir íslenska hagstjórnarsnillinga.

Þeir hafa etv hæfileika til að spreyta sig hér.

John Cleese greinir samtímastjórnmál BNA

http://seesmic.com/video/VSomeIE9D4

Af hverju...

... datt mér helst í hug við að lesa þessa fyrirsögn að slitnað hefði upp úr viðræðum íslenskra stjórnvalda við Simbabve um fjárhagsaðstoð?
mbl.is Slitnar upp úr viðræðum í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í miðjum BNA...

...leynist hættulegur þjóðflokkur vitleysinga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband