Mánudagur, 6. október 2008
Leikur dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Sarah Palin - Disney myndin
Væri enn fyndnara ef þetta væri ekki bara nokkuð satt og rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Reykjavíkurmaraþon Ríkisins...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Freistandi tilboð
Í Bandaríkjunum var ákvörðunin um hvað gera skyldi við bankakrísunni
rædd á lýðræðislegan hátt og nú ákveðið að fella hugmyndir
seðlabankans.
Á Íslandi er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindingu þjóðarinnar
af stærðargráðu Kárahnjúkavirkjunar á lokuðum næturfundi örfárra
aðila. Stórfurðulegt allt saman.
Hér er annars beiðni bandaríska seðlabankastjórans á formi sem við
erum vanari að sjá á algengum tölvupósti. Setur hlutina aðeins í samhengi.
Dear American:
I need to ask you to support an urgent secret business relationship
with a transfer of funds of great magnitude.
I am Ministry of the Treasury of the Republic of America. My country
has had crisis that has caused the need for large transfer of funds of
800 billion dollars US. If you would assist me in this transfer, it
would be most profitable to you.
I am working with Mr. Phil Gram, lobbyist for UBS, who will be my
replacement as Ministry of the Treasury in January. As a Senator, you
may know him as the leader of the American banking deregulation
movement in the 1990s. This transactin is 100% safe.
This is a matter of great urgency. We need a blank check. We need the
funds as quickly as possible. We cannot directly transfer these funds
in the names of our close friends because we are constantly under
surveillance. My family lawyer advised me that I should look for a
reliable and trustworthy person who will act as a next of kin so the
funds can be transferred.
Please reply with all of your bank account, IRA and college fund
account numbers and those of your children and grandchildren to
wallstreetbailout@treasury.gov so that we may transfer your commission
for this transaction. After I receive that information, I will respond
with detailed information about safeguards that will be used to
protect the funds.
Yours Faithfully Minister of Treasury
Paulson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Þarf ég að hafa áhyggjur...?
...spyr forsíða Glitnis á netinu.
Bankinn virðist amk hafa haft góða ástæðu til að hafa áhyggjur undanfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. september 2008
Farvel Paul
Með láti Paul Newman er ekki bara genginn merkur leikari, heldur einn af stærri mannvinum síðustu ára. Í hróplegu mótvægi við almenna græðgisstemmningu síðustu áratuga byggði hann upp fyrirtækið Newmans Own sem lagði alltaf áherslu á lífrænar vörur og endur vinnslu í sátt við náttúruna, og skilaði síðan öllum arði sínum til að bæta samfélagið.
Fyrir utan að hafa veitt yfir samtals yfir 250 milljónum USD til góðgerðarmála hefur framtak Newmans sett ákveðið fordæmi um að þessi tegund viðskipta getur fyllilega gengið og á rétt á sér.
Sjálfur vildi ég frekar vinna fyrir svona fyrirtæki og beina mínum viðskiptum þangað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. september 2008
Stjórnmálahæfileikar Söru Palin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Buy my shitpile
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Ríkisvæðing olíunnar í BNA?
Undanfarnir áratugir hafa líklega einkennst af hömlulausum kapítalisma. Eftir fall sovét er eins og margir hafi litið þannig á að í eitt skipti fyrir öll væri búið að komast að því hvaða þjóðfélagskerfi virkaði best.
Í ljósi kollsteypu hins frjálsa hagkerfis undanfarið er mjög farið að bera á heilbrigðri umræðu um mörk frjálshyggju og félagshyggju, meira að segja hér í BNA. Erfitt er einfaldlega að horfa fram hjá því að lífskjör almennings eru almennt talsvert betri í þeim Evrópulöndum með hæfilegan skammt af félagshyggju en þar sem frumskógarlögmál viðskiptalífsins eru allsráðandi - og að viðskiptalífið þar blómstrar einnig.
Þessa dagana er til umræðu að bandaríska ríkið taki yfir nokkra lúsera í fjármálageiranum. Það fáranlega við þetta er að þeir virðast ætla láta kjósendur borga brúsann en að hluthafarnir verði fyrir sem minnstum skaða.
Margfalt betra væri líklega fyrir ríkið að taka yfir versta fyrirtæki jarðarinnar. Ekki er amk hægt að efast um það að norska leiðin í olíuvinnslu þar sem almenningur fær ágóðann í þágu samfélagsins hefur reynst betur en bandaríska leiðin þar sem allt endar í vasa örfárra manna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Til hamingju með daginn!
Hinn merkilegi dagur sem nefndur hefur verið Earth Overshoot Day hefur færst sífellt framar og framar undanfarna áratugi. Dagurinn markar þau tímamót á hverju ári þegar mannkyn hefur notað auðlindir jarðar að því marki sem langtímanotkun á jörðinni er möguleg - notkun takmarkaðra náttúruauðlinda er því sem eftir lifir ársins tekin af framtíðareign komandi kynslóða.
Vissulega er þetta veruleg einföldun, enda verið að horfa til margra ólíka þátta. Fær mann samt til að hugsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)