Mánudagur, 22. september 2008
McPain
Takk fyrir að vekja athygli á þessari ágætu grein.
Vonandi kemur að því að kjósendur almennt, bæði hér í BNA og á Íslandi fari að átta sig á því að með því að kjósa ertu fyrst og fremst að ráða einstaklinga í flókin stjórnunarstörf. Þetta á ekki að vera vinsældakosning, hver er fyndnastur að flissa í sjónvarpi eða lítur best út.
"Governor Palin, are you ready at this moment to perform surgery on this child's brain?"
"Of course, Charlie. I have several boys of my own, and I'm an avid hunter."
"That's just the point, Charlie. The American people want change in how we make medical decisions in this country. And when faced with a challenge, you cannot blink."
Bloggar | Breytt 23.9.2008 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. september 2008
Mikilvægasta mál mannkynssögunnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Bisphenol A
Ég hef sífellt verið að rekast á meiri og meiri umfjöllum um Bisphenol A. Þetta skaðlega efni er að finna í plastvörum og virðist geta skert minni og aukið á þunglyndi. Sérstaklega virðist vera slæmt að hita plast en við það losnar bisphenólið. Enginn veit hversu stór hluti þunglyndis, athyglisbrests, ofbeldis, sykursýkis, órfrjósemi og fleiri vandamála má rekja til mengunar, en allt bendir til þess að mengun geti verið hluti skýringarinnar. Þetta bætist á langan lista um skaðsemi plasts.
Ég er því að reyna að minnka og helst útrýma notkun plasts á heimilinu. Að hluta til er mikil notkun plastefna bara skeytingarleysi, til eru lífræn efni sem hægt er að nota undir matvörur og annað í stað plasts sem brotna niður í náttúrunni. Því miður eru þau efni bara ekki nægilega mikið notuð en því er hægt að breyta.
Það þarf svo sem enga fanatík til að leggja sitt af mörkum til að bjarga heiminum hvað plastið varðar, bara smávægilega aðlögun af neysluvenjum. Kaupa sér margnota innkaupapoka, afþakka plastpoka utan um smádót sem ekki þarf plastpoka undir og venja sig á að kaupa alltaf frekar vöru sem er í minni umbúðum.
Er það til of mikils ætlast ef framtíð vistkerfis jarðarinnar gæti verið í húfi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. september 2008
Besti bloggari Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 7. september 2008
Góður fellibylur
Sko, einu skemmdirnar sem ég veit til þess að hafi orðið þegar fellibylurinn gekk hér yfir er að tré í garði nágrannans fauk niður. Það vill svo skemmtilega til að hann ætlaði sér eingöngu að saga það niður og keyra á haugana.
Þar með höfum við eldivið fyrir veturinn.
Þessir byljir hafa hins vegar sína galla, sbr myndin hér til hliðar sem sýnir þá leið sem Gústaf fór inn í Karabíahafið og alla olíuborpallana á leið hans. Fyrr eða síðar endar þetta með hörmungum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. september 2008
Fátt er svo með öllu illt...
Það er víst að bresta á með fellibyl nú hjá okkur hér vestra. Bylurinn er ekki nema miðlungskröftugur og ekki búist við meiri vindhraða en um 30-35 m/sek sem telst víst bara hressileg gola á Íslandi en gæti þó valdið skemmdum hér.
Ef við sleppum við að þakið fjúki af húsinu hefur þessi stormur hins vegar sínar jákvæðu hliðar - í gærkvöldi var rólegasta kvöld sem ég hef nokkurn tíma séð á bráðadeildinni, sárafáir töldu sig nægilega veika til þess að brjótast gegnum storminn og fara á sjúkrahús. Sennilega verður vaktin í kvöld svipuð á meðan auga stormsins gengur yfir.
Vaktin á sunnudagskvöldið verður hins vegar eflaust brjáluð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Norðurheimskautseyjan
Jahá, þá hefur sá atburður gerst í fyrsta skipti í mannkynssögunni að ísinn á norðurheimsskautinu er hvergi landfastur. Bráðnunin er orðin það mikil að íshellan er nú fljótandi eyja.
Ef fram fer sem horfir mun hún hverfa algerlega á næstu árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. september 2008
Áreitisverðbólgan
Horfið aðeins á nokkur myndskeið úr Yo Gabba Gabba barnaefninu sem sýnt er hér úti.
Dáldið svona technohommapsycadelica af barnaefni að vera fyrir minn smekk. Ekki að það sé ekki hin ágætasta tónlistarstefna út af fyrir sig, eins og allar aðrar tónlistarstefnur er það meira spurning um réttar aðstæður og þessi tónlist frekar heima á sveittu næturklúbbadansgólfi um miðja nótt, ekki í barnatímanum.
Börnum finnst þetta hins vegar frábært, stara dáleidd á allt stuðið. Það er ekki þar með sagt að þetta sé gott barnaefni.
Ég er farinn að hallast að því að manneskjan sé frá náttúrunnar hendi með innbyggðan taktmæli sem stýrir því hversu mikið við tökum eftir áreiti í umhverfinu. Taktmælir þessi stillir líka á einhvern hátt virkni okkar og einbeitingu. Ákveðið magn af áreiti þarf til að ná athygli okkar og koma líkamsstarfseminni á hreyfingu. Það er hins vegar gaman að láta kröftuga líflega tónlist koma sér í stuð og því notum við líflega tónlist. Það getur hins vegar orðið að fíkn.
Í nútímanum er bara að verða sífellt meira af áreiti, þannig að sífellt meira dynur á okkur til að ná athygli. Meðal myndskeið í sjónvarpi er orðið um sekúnda að lengd fram að næstu klippingu og tónlist er bókstaflega allstaðar. Bráðadeildin sem ég vinn á er vægast sagt líflegur vinnustaður með nokkra tugi fólks að störfum, hringjandi síma og pípandi mónitora allan daginn. Eftir að hafa vanist þessu verður hávaðinn bara að notalegum klið og nú á æpod dögum er orðið algengt að hver sitji við sína tölvu með æpodinn sinn og hátalara eða spili tónlist úr tölvunni. Því geta eitt eða oft fleiri lög blandast inn.
En, eftir því sem áreitið verður meira minnkar alltaf athyglin á móti. Amma mín píanókennarin, gömul og vitur kona, hefur verið að furða sig á því að algerlega er ómögulegt að fá krakka í dag til að hlusta á tónlist. Þau eru svo vön því að tónlist sé bakgrunnur við mynd að þau geta ekki setið bara og hlustað á tónlistina, hugurinn er vanur mun hærra stigi af áreiti og fer á flakk.
Það virðist því vera gríðarleg áreitisverðbólga að herja á heiminn, sífellt þarf meira og meira áreiti til að ná athygli. Það er svo önnur spurning hvort meiri hraði þýði ekki bara meiri afköst, hagvöxt, arð og framfarir og þetta sé allt gott og blessað. Ég er sannfærður um að svo sé ekki.
Undanfarin ár hefur sjúkdómum þar sem líkamsstarfsemin er vanstillt farið mjög fjölgandi, s.s. þunglyndi, síþreytu, vefjagigt, ristilkrampa, athyglisbrest og fleira í þeim dúr. Eflaust er líkamlegur þáttur í þessum sjúkdómum en sannarlega er hægt að framkalla svipuð einkenni sé líkami og sál undir nægilega miklu áreiti og álagi. Því er ég farinn að hallast að því að aukinni tíðni þessara sjúkdóma megi að hluta til skrifa á reikning áreitisverðbólgunnar.
Því vil ég aftur koma að Yo Gabba Gabba barnaefninu. Þetta byggist á hröðum klippingum, stuði og áreiti. Börnin laðast að þessu en sennilega er þetta mjög varasamt fyrir ómótaðan smábarnaheila að venjast á of mikið áreiti. Börn eiga að mínu mati að byrja á rólegu, einföldu og yfirveguðu efni.
Það er nægur tími síðar til að trukka upp stuðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Stærsta umhverfisslys sögunnar
Flestir hafa líklega heyrt um Chernobyl og Bhopal og kannast við þessar borgir sem vettvang umhverfisslysa. Færri vita líklega að stærsta umhverfisslys sögunnar er almennt talin arsenik eitrun í austurhluta Indlands og í Bangladesh. Þar er talið að um 70 milljónir manna hafi orðið fyrir eitrinu, að einn af hverjum 20 sé veikur og að einn af hverjum 100 sé deyjandi vegna arsenikeitrunar.
Nú er sem betur fer verið að vinna í að finna lausnir á vandanum, sem verða eflaust milljón sinnum dýrari en ef komið hefði verið í veg fyrir mengunina.
Þetta minnir mig annars á nýlegt yfirlit þar sem í ljós kom að ekki nema 5% af rafhlöðum á Íslandi skiluðu sér til endurvinnslu, restin fer í ruslið og þaðan með tíð og tíma út í lífríkið og í afkomendur okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Bajsmannen
Ég hef lengi verið á því að yfirskrift harðra keppnisíþrótta ætti að vera heilbrigð sál í ónýtum líkama. Eftir að hafa rekist á myndir af manninum sem þekktur er sem Bajsmannen eftir nýlegt hlaup í Gautaborg held ég þó að sálin sé ekki heldur sérlega hraust í þessum keppnismanni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)