Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Fórnarlömb glæps
Aumingja fórnarlömbin, að vera seld mannverum með jafn takmarkaðan skilning á dýrum.
Útilokað er amk að hafa samúð með konunum 2000 sem keyptu sér "hund", stundum getur fólk bara sjálfum sér um kennt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Hvað ætlar þú að gera eftir dauðann?
Þessi maður hér hefur fundið út að það kolefni sem er í meðalstórum mannslíkama megi nýta til að framleiða um 250 blýanta.
Þá er bara að vona að eitthvað af viti verði skrifað úr manni, þegar að því kemur.
Bloggar | Breytt 27.4.2007 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Barkaþræddur
Ef farið er í hártoganir er líklega réttara að segja að hann hafi fengið stólfót í gegnum andlitið, miðað við meðfylgjandi mynd.
Takið samt eftir því að á þessari þrívíddar tölvusneiðmynd virðist sjást að pilturinn hefur verið barkaþræddur til að tryggja öndunarveginn. Slanga liggur úr hægra munnvikinu, gegnum munninn og niður í barkann. Við bestu aðstæður þarf nokkra þjálfun til barkaþræðingar, að gera það með heilan stólfót í veginum telst líklega til afreka.
![]() |
Fékk stólfót gegnum höfuðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Opin samkeppni um myndband fyrir Björk
Björk er að standa fyrir samkeppni um myndband við lagið Innocence af Voltunni.
http://www.bjork.com/news/?id=626;year=2007
Gangi henni vel og þakkir á fær hún fyrir snilldar tónleika um daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Mynd af eyjunni
![]() |
Áður óþekkt eyja birtist við Grænland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Tónlistar á netinu
Alltaf er jafn asnalegt að fara í hefðbundnar plötubúðir og kaupa plötur eftir umslagi. Ég hef undanfarið verið að grúska á síðunni:
þar sem hægt er að hlusta á áhugaverða nýja tónlist. Fyrir þá sem ekki nenna að grúska sjálfir í tónlistinni og fylgjast með straumum má benda á:
Velja svo bara tegund tónlistar og stemmningu sem á að ná fram. Það getur verið svooo þægilegt að láta einhvern annan hugsa fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Og hver ætlar svo að vinna þarna?
Ekki hef ég áhuga og ég efast um að þetta sé draumavinnustaðurf margra. Vinur minn sem býr í Keflavík var annars að lýsa því við mig um helgina að ágæt fyrirtæki hefðu verið að auglýsa eftir starfsfólki þarna suðurfrá en það gengi bara ekki að fá fólk til starfa.
Til hvers vilja Suðurnesjamenn menga sitt fallega landsvæði og skera í sundur með háspennumöstrum þegar ekki vantar störf?
![]() |
Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Græða sjúklinga eða græða á sjúklingum
Það er ekki lítið sem mætti hagræða í lyfsölubransanum, vinnandi í heilbrigðiskerfinu er oft hálf sérkennilegt að sjá að milliliðir sem gera fátt annað en að færa lyf frá einni hendi til annarrar virðast hagnast mest.
Svo er þessi óskiljanlega ákvörðun að lyf skuli bera 24,5% virðisaukaskatt en sykraðir gosdrykkir 7%. Hvaða flokkar bera aftur ábyrgð á þessu ástandi?
![]() |
Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)