Færsluflokkur: Bloggar

D.A.N.C.E.


Hjólabretti vs mótorhjól

Ingólfstorg er venjulega undirlagt tveimur hópum, hjólabrettastrákum og mótorfólki. Hvað það er sem fær fullorðið fólk til að halda að það sé flott að standa í leðurdressi við hliðina á mótorhjólinu sínu er ofar mínum skilningi.

En, eftir að hafa virt fyrir mér menninguna á torginu í dag er ég amk ekki nokkrum vafa, hjólabrettastrákar í loftfimleikum eru margfalt flottari en mótorhjólalúðarnir.


Frábært!

Fleiri áfengisauglýsingar = Meiri vodkadrykkja = Meira ofbeldi = Fleiri umferðarslys


mbl.is Netauglýsingaherferð fyrir íslenskan vodka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á vandamálum fangelsismálastofnunar?

Gott er að þetta hafi verið leyst, annars gæti þessi málaflokkur farið að sigla í tóma vitleysu líkt og með margt annað vestanhafs.

Þar hafa menn t.d. boðið efnuðum föngum að greiða fyrir lúxusfangelsi þannig að þeir þurfi ekki að blanda geði við fátækan fangalýð.  Stéttaskiptingin virðist ekki eiga sér nein takmörk.


mbl.is Kjaradeilda fangavarða og ríkisins leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknisleikur

Hospital Mishap (7)Satt að segja er ég búinn að leita að sambærilegri síðu í læknisfræðinni nokkuð lengi.  Á þessari slóð hér:

http://www.medgle.com/

er hægt að slá inn aldur og kyn og velja úr flokkum mismunandi einkenna til að fá lista yfir mögulega sjúkdóma sem gætu skýrt einkennin.  Þegar læknar greina sjúkdóma hjá fólki byggir nálgun þeirra á því að greina skipulega öll einkenni og fyrra heilsufar hjá einstaklingi, framkvæma líkamsskoðun og út frá þessum upplýingum stilla upp lista yfir mögulegar greiningar.  Síðan eri beitt rannsóknum á markmiðaðan hátt til þess að sanna eða afsanna hvort sjúkdómarnir á mismunagreiningalistanum eru til staðar eða ekki.

Flöskuhálsinn í þessu ferli öllu, skrefið þar sem flestu læknamistökin verða þegar slík mál eru skoðuð, er skrefið þar sem læknir þarf að láta sér detta í hug allar þær greiningar sem um gæti verið að ræða.  Það gerist að ekki detti inn í hug læknisins að hugsa út í þann sjúkdóm sem háir sjúklinginn, því eru ekki gerðar réttu rannsóknirnar og málið fer í rangan farveg.

Síðan er samt ekki fullkomin, fyrir atvinnumennina er þetta of ómarkvisst og hentar því ekki sérlega vel, fyrir áhugafólk er líklegast að síðan geri lítið annað en að kynda undir áhyggjum því þjálfun þarf í að sjúkdómsgreina.

En, mistök gerast og ekkert kerfi er fullkomið og að sjálfsögðu er ekkert verra ef fólk skoðar einkenni sín í kerfi sem þessu, bara á meðan það ræðir niðurstöðuna við lækni.


Tribeca

Af því sem stendur til boða í sjónvarpsglápi heima við hefur mér lengi fundist eitt það besta í boði er vera góðar óháðar stuttmyndir á netinu.

Hér eru 5 bestu af Tribeca stuttmyndahátíðinni.

Njótið.


Óheppilegustu ummæli stjórnmálasögunnar

Ekki er annað hægt en að hlæja að klúðurslegustu ummælum sem nokkurn tíma hafa heyrst í sögu stjórnmálanna sem Ágúst Ólafur var að benda á:

"Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hafnar því að málið tengist átökum í flokknum heldur hafi ráðið það sjónarmið að heppilegt sé með stjórnir og ráð að skipta með hæfilegum fresti".

Einmitt já.  Hvað er framsókn eiginlega búin að vera lengi í stjórn?


Hvar er lögreglan?

Gerir fólk sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegar þessar ásakanir eru?  Ef satt er að fulltrúi fyrirtækis hafi farið á læknastofu og tekið ófrjálsri hendi gögn um 180 sjúklinga er það eflaust grófasta brot á trúnaði sjúklinga í slandssögunni.

Réttur fólks til þess að fullur trúnaður ríki um samskipti þeirra við lækni er meðal mikilvægustu grundvallarréttinda.  Það held ég að eitthvað myndi heyrast ef fulltrúi t.d. Kaupþings hefði á brott með sér 180 skýrslur úr skjalageymslum LSH um komur starfsmanna sinna til læknis. Ef það reynist satt að Ipregilo hafi sent menn í óheilsusamlegt umhverfi og svo stolið sjúkraskýrslum veikra starfsmanna hlýtur það að teljast mjög alvarlegur glæpur.

Og hvaða mark á að taka á yfirlýsingu um að þeir ætli sér að skila gögnunum bráðum?  Ef þeir hafa tekið gögnin á að skila þeim tafarlaust, það er ekki eins og sú framkvæmd sé flókin.  Ef Impregilo ætlar að halda gögnunum eitthvað lengur getur það bara verið vegna þess að þeir ætli sér að hnýsast í þau frekar.  Skilið þeim strax.

Gott er að vita að þeir ágætu menn Matthías og Haraldur ætli að skoða málið, en með fullri virðingu fyrir þeim, af hverju er lögreglan ekki þegar farin að rannsaka þennan meinta stórglæp?


mbl.is Landlæknir ætlar austur að Kárahnjúkum eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif auglýsinga?

Á vesturlöndum flestum er í orði notað lýðræði til að stjórna þjóðfélögunum.  Í reglubundnum kosningum skilar almenningur inn atkvæðum sínum og aðilum eru afhent völdin fram að næstu kosningum.  Allir telja sig líklega kjósa samkvæmt sinni sannfæringu, velja þann sem þeir telji hentugastur til að stýra þjóðfélaginu.  Það þarf þó ekki endilega að vera rétt skoðun.

Fáir viðurkenna líklega að þeir kaupi vörur vegna auglýsinga.  Flestir eru á því að þeir taki sjálfstæða ákvörðun um hvað þeir vilja kaupa, en eins og allir markaðsmenn vita líklega þá spila auglýsingar með undirvitund okkar og geta fengið okkur til að gera ólíklegustu hluti.  Ætli fólk viti þetta ekki almennt, það bara horfist ekki í augu við að það gildir einnig um það sjálft, ekki bara alla hina.

Því miður hefur auglýsingamennskan haldið innreið sína í stjórnmálin sífellt meir á undanförnum árum, með hjálp auglýsingarsálfræðinga er spilað á hugi almennings.  Þegar horft er á stjórnmálin í BNA virðast þessi áhrif vera orðin svo yfirþyrmandi að maður fer að velta fyrir sér hvort hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði lengur.  Þar virðast fjársterkir aðilar geta keypt skoðanir fólks með aðstoð markaðsmanna þannig að réttara sé að tala um auðræði. 

Það væri fróðlegt ef einhver gæti mælt að hversu miklu leyti þessar fylgissveiflur sem mælast nú á fylgi íslenskra stjórnmálaflokka tengjast auglýsingum.  Vissulega hafa kappræður í fjölmiðlum etv eitthvað að segja, en það er sérkennileg tilviljun að framsókn skuli fara að þokast örlítið upp nú þegar borgin og fjölmiðlar hafa verið tepplagðir með áróðri þeirra. 

Ég vona að fólk sjái í gegnum lýðskrumið, brosandi andlit í kosningabæklingum og sjónvarpsauglýsingum, barmmerki og blöðrur og helst vildi ég sjá sem minnst af auglýsingum.  Stjórnmálamenn eiga að leggja verk sín síðasta kjörtímabil í dóm kjósenda í kosningum, ekki keppa um hver geti unnið athygliskeppnina.  

Hvort sem fólk hefur stjórnmálaskoðanir til hægri, vinstri, að gráu eða grænu eða eitthvað allt annað, hljóta allir að geta verði sammála um mikilvægi þess að fólk myndi sér sjálfstæða skoðanir, óháð auglýsingaþrýstingi.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

Úbbs.

Í Dublin lentu starfsmenn Mater sjúkrahússins í því á dögunum að lýsa mann dauðan sem síðan reyndist vera enn á lífi þegar hann kom í líkhúsið. 

Þetta kemur reyndar fyrir alltaf öðru hvoru í heiminum, ég man eftir tilviki í Noregi og öðru í Japan á síðustu árum.  Ég held að það sé annars fátt sem minni ástæða er til að hafa áhyggjur af í þessum heimi, útilokað er að nokkur verði kviksettur hér á landi.

Enn kemur samt fyrir að eldra fólk óski eftir að vera skorið á púls eftir dauðann, til að vera alveg viss um að vakna ekki í líkkistu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband